MIMRA FER Á KOSTUM Í SÍNU FYRSTA TÓNLISTARMYNDBANDI

0

MIMRA er listamannsnafn Maríu Magnúsdóttur sem syngur, semur og pródúsar elektró-akústískt folk popp.

Tónlistarkonan MIMRA sendi frá sér í dag sitt fyrsta tónlistarmyndband við lagið „Play with Fire.“ Lagið samdi hún og tók upp í London og fékk til liðs við sig Breska tónlistarmanninn SAKIMA til að hljóðvinna það með henni. Þetta er annað lagið sem MIMRA sendir frá sér en fyrst kom út Söngur Valkyrjunnar í nóvember síðastliðinn.

Tónlistarmyndbandið var tekið upp í miðbæ Reykjavíkur og er framleitt af Andvari Productions. Á fyrstu mínútu  virðist það nokkuð eðlilegt en fljótlega er ljóst að ekki er allt sem sýnist. En sjón er sögu ríkari. Myndbandið var frumsýnt á Vísi.is í dag og má berja það augum hér að neðan.

Fylgist með Mimru á:

www.mimramusic.com

www.instagram.com/mimramusic

www.twitter.com/mimra_music

www.soundcloud.com/mimramusic

Skrifaðu ummæli