MILKYWHALE SENDIR FRÁ SÉR MAGNAÐA PLÖTU

0

Hljómsveitin Milkywhale sem samanstendur af dúettinum Melkorku Sigríði Magnúsdóttur og Árna Rúnari Hlöðverssyni (FM Belfast, Prins Póló, Plúseinn) gefur í dag út sína fyrstu plötu sem ber titilinn Milkywhale og inniheldur tíu lög.

Leiðir þeirra Melkorku- sem er menntaður danshöfundur- og Árna lágu fyrst saman þegar þau unnu að leiksýningu í Borgarleikhúsinu í ársbyrjun 2015 og seinna það sama ár unnu þau danssýninguna Milkywhale fyrir Reykjavik Dance Festival (Menningarverðlaun DV 2016). Upp úr þeirri sýningu varð til samnefnd hljómsveit Milkywhale sem segja má að hafi stokkið fram á sjónarsviðið á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves seinna sama ár og vakið þar mikla athygli. Í framhaldinu var Milkywhale boðið að spila á tónlistarhátíðinni Hróarskeldu en auk þess hefur hljómsveitin komið fram á fjölmörgum tónleikum hérlendis og erlendis og er orðin virk í dans- og popptónlistarmenningu Íslands. Hljómsveitin hefur vakið athygli fyrir dansvæna popptónlist og kraftmikla sviðsframkomu en Reykjavik Grapevine lýsti Milkywhale á þessa leið:

„Milkywhale is a bowl of Skittles combined with eight double espressos, topped with the mania of receiving both a new puppy and a trampoline on Christmas morning. Imagine an aerobics instructor in a 1960’s quasi-futuristic space station jumpsuit, with a giant “M” in the background meant to hypnotise you — like Zoolander at the Mugatu compound. Or, if you’re old enough to remember, a Rainbow Brite doll from the 80’s come to life. ”

Lögin á plötunni eru samin í stofunni hans Árna og segir Melkorka stundum að sköpunarkrafturinn sé kaffivélinni hans að þakka.

„Við erum afskaplega stolt af því að koma þessari plötu út en hún hefur verið nokkurn tíma í smíðum.„ –  Melkorka

Platan sem inniheldur tíu dansvæn lög er komin á Spotify og er væntanleg á vínýl í júní. Textarnir tengjast í gegnum þráð sem fjallar um ást og einmanaleika, um þann sem langar til að vera venjulegur en fellur ekki inn í hópinn, um angurværð hvals sem syngur ekki á sömu bylgjulengd og aðrir, um náttúruna, tilhugalífið og fögnuð mannskepnunnar… „I wanna be mainstream, not a gulf stream” eins og segir í einum textanum.

http://www.milkywhale.com

Instagram

Twitter

Skrifaðu ummæli