MILKHOUSE VAR AÐ GEFA ÚT NÝTT LAG SEM BER HEITIÐ „GLEYMÉREI“

0

10653448_528158613986097_5225610719098095478_n

Hafnfirska hljómsveitin Milkhouse var að gefa út nýtt lag sem ber heitið „Gleymérei“. Milkhouse var valin Hljómsveit fólksins á úrslitakvöldi Músiktilrauna 2014 og síðan þá hefur hún verið önnum kafin við að vinna í nýju efni, en þau gáfu m.a. út tónlistarmyndband við fyrstu smáskífuna sína, Hunang, í maí. Hljómsveitin spilaði víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í sumar auk þess að hafa tekið upp í Stúdíó Sýrlandi en þessa dagana fer hljóðblöndun á því efni fram í Stúdíó Hljómi hjá Kristjáni Haraldssyni.

Milkhouse ætlar ekki að láta Iceland Airwaves hátíðina fram hjá sér fara, en þau spila á hvorki meira né minna en tíu off-venue tónleikum á hátíðinni. Næstu vikur og mánuði munu síðan fara í áframhaldandi vinnslu á bæði nýjum lögum sem og tónlistarmyndböndum. Spennandi verður að fylgjast með þessari ungu hljómsveit og sjá hvað framtíð þeirra ber í skauti sér.

Þau munu spila á eftirfarandi tónleikum þetta Airwaves árið:

5. Nóv

Backpacker Reykjavík – 17:00

Eymundsson Austurstræti – 19:00

6. Nóv

Bíó Paradís kl – 13:00

Salvation Army Guesthouse – 18:00

7. Nóv

Loft Hostel – 16:00

Hressó – 18:00

Hitt Húsið – 18:45

Lucky Records – 19:30

8. Nóv

Bus Hostel – 16:00

SKY – 17:15

 

Comments are closed.