MILKHOUSE BLÆS TIL HELJARINNAR ÚTGÁFUTÓNLEIKA Í IÐNÓ

0

Hljómsveitin Milkhouse sendi frá sér plötuna Painted Mirrors fimmtudaginn 13. Júlí og inniheldur hún 12 frumsamin lög! Sveitin sendi nýverið frá sér myndband við lagið „Say My Name” sem að sjálfsögðu er tekið af umræddri plötu!

Sveitin blæs til heljarinnar útgáfutónleika í Iðnó í kvöld og óhætt er að segja að öllu verður til tjaldað! Hægt er að nálgast miða á Tix.is og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl 20:15. Án og Vára spila á undan Milkhouse. Ekki láta ykkur vanta á þetta flotta kvöld!

Skrifaðu ummæli