MIKILVÆGT AÐ SKAPA JÁKVÆÐA UMRÆÐU UM FEMÍNISMA OG ER HIP HOP GÓÐUR GRUNDVÖLLUR

0

Puzzy Patrol efnir til stórtónleika hipp hopp kvenna í Gamla Bíó laugardaginn 20. janúar næstkomandi. Að auki verður málþing yfir daginn sem Laufey Ólafsdóttir stýrir þar sem farið verður yfir uppgang og sögu femínisma í hipp hopp heiminum ásamt umræðum um stöðu og framtíð kvenna í dag.

Puzzy Patrol er viðburðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja viðburði með listakonum og femínískum talskonum til að styrkja og styðja konur í listum og fræða almenning um femínisma og skapa jákvæðan umræðugrundvöll. Á tónleikunum munu koma fram helstu tónlistarkonur landsins í hipphoppi, Reykjavíkurdætur, Cell7, Alvia Islandia, Krakk & Spaghetti, Sigga Ey og Fever Dream.

Hugmyndin að Puzzy Patrol kviknaði hjá Valgerði Árnadóttur þegar hún var að þeyta skífum á bar kvöldið sem Donald Trump var settur í embætti forseta BNA. Valgerður hafði hannað boli með slagorðinu „Pussy grabs back” á bakinu sem hún klæddist og gaf vinkonum sínum sem mættu og spilaði einungis tónlist með konum í hipphoppi. Þetta vakti þvílíka lukku og bandarískar konur sem slæddust inn á staðinn komu til hennar með tárin í augunum og þakkaði henni fyrir stuðninginn, þær höfðu lagt í ferðalag til Íslands „til að vera sem lengst frá BNA” þennan dag, sem þær kölluðu sorgardag fyrir konur í BNA.

Stuttu seinna hitti hún Laufeyju Ólafsdóttur á förnum vegi og sú var þá að leggja lokahönd á BS ritgerð sína í stjórnmálafræði „Hipphopp femínismi markaðsvæðing menningar og þöggun hins háværa minnihluta. „Er hipp-hopp vettvangur fyrir femínisma?” og leyfði Valgerði að lesa hana yfir, þá fannst henni hún verða gera eitthvað, í umræðunni var einnig mikil gagnrýni á grein Grapevine um flottustu nýliðanna í hipphoppi þar sem ekki hafði þótt ástæða að minnast á eina einustu konu.

Valgerður hafði samband við Ingibjörgu Björnsdóttur og saman stofnuðu þær Puzzy Patrol og hófust þegar handa við að hafa samband við tónlistarkonur vegna tónleikanna í Gamla Bíó. Ingibjörg lauk námi í viðburðastjórnun „music and media management” í London Metropolitan University og hefur eftir það séð um hina ýmsu viðburði en Valgerður er menntaður innkaupastjóri frá VIA University í Danmörku og hefur síðustu 12 ár unnið við innkaupastjórn, nú síðustu 4 ár hjá 66° Norður.

Það er mikilvægt að skapa jákvæðan umræðugrundvöll um femínisma og þykir þeim hipp hopp góður grundvöllur til að byrja á þar sem mikill uppgangur er innan þessarar tónlistarstefnu og hún höfðar til ungu kynslóðarinnar. Með þetta að sjónarmiði munum þær efna til málþings í húsnæði Gamla bíós sama dag og tónleikarnir eru sem Laufey Ólafsdóttir mun leiða og kynna BS ritgerð sína ásamt því að reynt fólk úr bransanum situr í umræðupanel. Aðgangur að málþingi er innifalinn í tónleikaverði. Markhópur þeirra eru konur og femínistar 18 ára og eldri og vilja þær halda miðaverði eins lágu og hægt er enda er verið að efna til þessa viðburðar af hugsjón en ekki til að græða!

Málþing 15:00-17:00

Tónleikar 20:00-01:00

Hægt er að nálgast miða á Tix.is og er 18 ára aldurstakmark.

Instagram

Skrifaðu ummæli