„MIKILVÆGT AÐ GEFAST ALDREI UPP Á SJÁLFUM SÉR“

0

Tónlistarmaðurinn Andri Valur var að senda frá sér nýtt lag sem nefnist „Follow Me.“ Andri sendi ekki fyrir svo löngu út lagið „Sunburn“ sem hann samdi um besta vin sinn sem býr á götunni en lagið vakti mikla athygli.

„Follow Me fjallar um það þegar maður verður dapur og hversu mikilvægt það er að gefast aldrei upp á sjálfum sér. Virða fyrir sér alla möguleika.“ – Andri Valur

Andri byrjaði að semja tónlist 18 ára gamall eftir að hann lenti í slæmu bílslysi og hefur síðan þá samið mikið af efni og er fyrst núna að leifa okkur hinum að njóta!

Skrifaðu ummæli