Mikill fjöldi fólks úr tónlistarbransanum sótti hátíðina heim

0

Aldrei hafa fleiri erlendir gestir sótt Sónar Reykjavík hátíðina heim og núna um helgina. Innlendir sem og erlendir gestir hafa rómað hátíðina á samfélagsmiðlum síðustu sólahringa – og nú þegar er ljóst að hljómsveitin Cyber mun koma fram á Sónar hátíðinni í Barcelona og Vök á Sónar Istanbul.

Ljósmynd: Aníta Björk.

Mikill fjöldi fólks úr tónlistarbransanum sótti hátíðina heim að þessu sinni, m.a. útsendarar frá SONY Music, 4AD og Universal Music Group – auk bókara frá tónistarhátíðum í Evrópu, Ameríku og Asíu. Meðal erlendra blaðamanna sem hingað komu til að fjalla um hátíðina, íslenska tónlist og Ísland sem áfangastað voru VICE, Fact, Resident Advisor, Interview og The Independent – en alls sóttu hátt í 70 erlendir blaðamenn hátíðina að þessu sinni.

Ljósmynd: Ívar Eyþórsson.

Hér með tilkynnist að Sónar Reykjavík hátíðin fer fram helgina 25.-27. apríl á næsta ári. Frekari upplýsingar um dagskrá og fyrirkomulag Sónar Reykjavík 2019 verða gefnar út á næstu mánuðum, en líkt og á hátíðinni í ár verður áfram lögð áhersla á að bjóða upp á það besta og mest spennandi sem íslenskt tónlistarlíf hefur upp á að bjóða ásamt erlendum listamönnum og hljómsveitum, á nokkrum sviðum í tónlistarhúsinu Hörpu.

Ráðgert að halda áfram með hina vel heppnuðu SónarSpil dagskrá tengd upplifun, nýsköpun og tækni – sem boðið var upp á í fyrsta sinn í ár – ásamt fyrirlestrum og pallborðsumræðum sem fóru fram samhliða tónlistardagskránni.

Ljósmynd: Aníta Björk.

Meðal þeirra fjölmörgu listamanna sem komu fram á hátíðinni í ár voru Underworld (UK), Danny Brown (US), TOKiMONSTA (US), TroyBoi (UK), Nadia Rose (UK), Lindstrøm (NO), Lorenzo Senni (IT), Lena Willikens (DE) – nýkrýndir verðlaunahafar íslensku tónlistarverðlaunanna; JóaPé og Króli (tónlistarflytjendur ársins) Joey Christ (rapp og hip-hop lag og plata ársins), Vök (raftónlistarplata ársins) – sem og; Bjarki, Reykjavíkurdætur, Kiasmos, Högni, EVA808, Flóni, Hildur Guðnadóttir, Blissful sveit Svölu Björginsdóttur og Egils Einarssonar og GusGus sem heimsfrumfluttu á sviði efni af nýrri breiðskífu sinni.

Ljósmynd: Ásgeir Helgi.

Formleg miðasala fyrir Sónar Reykjavík 2019 hefst ekki fyrr en síðar í ár. En til að fagna vel heppnaðri hátíð hafa aðstandendur Sónar Reykjavík sett í sölu takmarkað magn miða í forsölu fyrir hátíðina á næsta ári – á sérstöku Super Early Bird verði (9.990 krónur). Hér er um að ræða takmarkað magn miða sem aðeins verða í boði í takmarkaðan tíma. Fyrstir koma, fyrstir fá.

Skrifaðu ummæli