MIKIL STEMNING Á LITLU JÓLUM SKUGGA

0

Verslunin Skuggi hélt heljarinnar teiti á laugardaginn sem leið en Skuggi opnaði með pomp og prakt á Skólavörðustíg 22 þann 1. Desember síðatsliðinn. Skuggi leggur áherslu á hjólabretti og allt sem tengist því en einnig er mikið um fatnað, skó og allskonar „gúrme“ vörur! Mikil stemning var í teitinu og margt var um manninn. Dj Yamaho og Dj Karítas matreiddu eðal tóna ofan í gesti og gangandi og var allt sullandi í jólaveigum!

Mikið af flottum merkjum fást í versluninni en mörg þeirra hafa ekki fengist áður á Íslandi. Má þar t.d. Nefna Dime, Xlarge, Krooked, Quasi og fullt fleira spennandi! Steinar Fjeldstd og Ólafur Ingi stefánsson tveir af eigendum verslunarinnar segja að lokum að loksins sé komin alvöru hjólabretta/fatabúð í miðbæinn. Skuggi er opin alla daga og fram að jólum er opið til kl 22:00 og til kl 23:00 á Þorláksmessu!

Fylgið Skugga á Instagram

Skrifaðu ummæli