Mikil spenna ríkir fyrir huldu sveitinni Contrast – Mp3 fælar flakka á milli fólks

0

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Verslunarmannahelgin er að renna í garð og eru hátíðir út um allar trissur! Fyrir okkur sem ætlum að eyða helginni í Reykjavík verður brjálað stuð á tónlistarhátíðinni Innipúkanum! Dagskráin í ár er sko ekkert slor en mikil spenna ríkir fyrir glænýrri sveit sem ber heitið Contrast.

Mikil dulúð ríkir yfir þessari grúppu þar sem ekki margir þekkja nafnið, og ekki margir sem hafa heyrt eitthvað frá þeim. Mp3 fælar hafa flakkað á milli fólks en það verður mjög spennandi að fylgjast með sveitinni á næstunni og sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða.

Án þess að hafa gefið neitt út hefur sveitin unnið saman í rúmt hálft ár og er von á plötu frá þeim í byrjun hausts. Tónlistarstíl þeirra má lýsa sem R&B í dekkri kantinum, alternative að sumu leyti í bland við Hip/Hop og trap en sveitin er einnig með það í huga að koma með eitthvað öðruvísi í senuna á Íslandi.

Innipúkinn fer fram í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum og hægt er að nálgast miða í gegnum Tix.is

Instagram

Skrifaðu ummæli