MIKIL LEYND RÍKIR YFIR ATRIÐI ÞÓRUNNAR

0

Eins og flestir landsmenn vita er fyrsta undanúrslitakvöld Eurovision næstkomandi laugardagskvöld og verður þá alþjóð límd við skjáinn! Tónlistarkonan Þórunn Antonía flytur lagið sitt „Ég mun skína” eða „Shine” en mikil leynd ríkir yfir atriðinu hennar!

Þessi frábæra mynd er búin að sigra netheimana undanfarna daga!

Fyrrum heimsmeistarinn í Crossfit Annie Mist og Kraftlyftingakonan Arnildur Anna Árnadóttir verða á sviðinu með Þórunni en meira vitum við ekki! Spennan er mikil og lofar Þórunn mikilli skemmtun!

Fyrir ykkur sem viljið fara á herlegheitin er hægt að nálgast miða á Tix.is

Skrifaðu ummæli