MIKIL GRÓSKA Á MÚSÍKTILRAUNUNUM Í ÁR

0

Hljómsveitin Pashn.

Músíktilraunir 2017 hófu göngu sína á laugardaginn var en úrslitakvöldið fer fram næstkomandi laugardag 1. Apríl. Undankvöldin hafa svo sannarlega verið skemmtileg og óhætt er að segja að mikil gróska er á meðal ungra tónlistarmanna og kvenna á Íslandi!

Sveitir eins og Korter í flog og Gabríel Ólafs eru komin áfram en mikil spenna er Í loftinu fyrir sjálfu úrslitakvöldinu! Herlegheitin fara fram í Norðurljósasal Hörpu og byrjar kl 17:00.

Hér fyrir neðan má hlýða á snilldar playlista með þeim sveitum sem taka þátt í Músíktilraununum í ár.

http://www.musiktilraunir.is

Skrifaðu ummæli