MIKIÐ FJÖR VAR Á TÓNLISTARHÁTÍÐINNI HEIMA Í GÆRKVÖLDI

0

heima

Tónlistarhátíðin Heima byrjaði með pomp og prakt í gærkvöldi og fór hún afar vela af stað. Fram komu Teitur Magnússon, Futuregrapher og sjálfur kóngurinn Björgvin Halldórsson svo fátt sé nefnt en dagskráin í ár er virkilega glæsileg.

teitur magnússon

Teitur Magnússon

Í gærkvöld var stappað út úr dyrum og stemmingin gríðarlega góð enda með flottari tónlistarhátíðum landsins!

Hátíðin heldur áfram í kvöld og fram á sunnudag, mikið er að sjá og upplifa og ekki skemmir fyrir að sólin skín á borgarbúa.

heima kort

Listamennirnir fjórtán sem koma munu fram á Heima í Hafnarfirði í ár eru: Axel Flóvent, Axel O & Co, Björn Thorodsen og Anna, Ceasetone, Dorthea Dam (FO), Futuregrapher, Hráefni, Högni Egilsson, Lára Rúnars, Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson, Sniglabandið, Teitur Magnússon, Ylja og Þór Breiðfjörð ásamt Davíð Siggeirssyni.

Miðasala er á midi.is Miðaverð er 5900kr. Með mat og Bo Halldórs í Bæjarbíó í restina.

Comments are closed.