MIGHTY BEAR SENDIR FRÁ SÉR SÍNA FYRSTU SMÁSKÍFU

0

Mighty Bear 2

Fyrr í vikunni sendi tónlistarmaðurinn Mighty Bear frá sér sína fyrstu smáskífu og ber hún nafnið „Leyndarmál.“

Mighty Bear býr til hljóðheim fyrir erfiða huga. Hún er hvorki hann eða hún og er ekki dragdrottning heldur dramadrottning. Mighty bear hefur verið að koma fram með drag-súg hópnum og einnig með hjálp kærleiksbjarnanna sem styðja hann á tónleikum. Alltaf sviðsframkoma, aldrei hversdagsleiki.

Mighty Bar

Mighty Bear leikur sér jafnt að hinu sjónræna og hinu hljóðræna til að skapa draumaheim sem auðvelt er að týnast í. Mighty bear hefur unnið með hinum ýmsu listamönnum, þar á meðal, Holy Hrafni og Ella Grill úr Shades of reykjavík og We Made God svo fátt sé nefnt.

Myndband við lagið verður frumsýnt næstkomandi föstudagskvöld á Drag-Súgi á Gauknum.

Hægt er að hlaða niður plötunni endurgjaldslaust hér: www.mightybearmusic.com

Lagið var hljóðblandað og masterað af Einari Vilberg í Hljóðverk.

Comments are closed.