„Mig langaði að færa allar þessar tilfinningar í einn pakka“

0

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds var að senda frá sér plötuna Re:Member en hún er búin að um tvö ár í vinnslu. Ólafur hefur svo sannarlega komið víða við og er orðinn ein skærasta stjarna Íslands um heim allan. Á Re:Member blandar Ólafur saman þeim straumum sem hann hefur verið að vinna í að undanförnu eins og Kiasmos og fleiri hliðarverkefnum.

Albumm.is náði tali af Ólafi og svaraði hann nokkrum lspurningum um plötuna.


Er Re:Member búin að vera lengi í vinnslu og hvernig mundir þú lýsa plötunni í þrem orðum?

Líklega tvö ár í heildina, en það fór slatti tími í undirbúningsvinnu áður en ég byrjaði að semja og vinna lögin sjálf. Þrjú orð: sköpunargleði, klassík og tækni.

Er platan frábrugðin fyrri verkum og hvaðan sóttir þú innblástur fyrir gerð plötunnar?

Hún er ansi frábrugðin því sem ég hef gert áður en auðvitað ennþá ég sjálfur. Hún er mjög innblásin af samstarfsfólki og hliðarverkefnum sem ég hef verið í síðustu ár eins og Kiasmos. Mig langaði að færa allar þessar tilfinningar í einn pakka.

Þú ert að halda heljarinnar tónleika í Hörpunni 18. Desember næstkomandi. Við hverju má fólk búast á tónleikunum?

Ég er á stóru tónleikaferðalagi allt árið til að kynna plötuna og við ætlum að enda 2018 í Eldborg. Við munum fljúga nokkrum tonnum af græjum til Íslands fyrir tónleikana, sjálfspilandi píanóum, generatívum ljósabúnaði og allskyns græjum. Ég get lofað miklu sjónarspili fyrir bæði augu og eyru.

Hvað er framundan hjá þér og eittthvað að lokum?

Næstu vikur fara bara í kynningu á plötunni en svo byrjum við aftur á tónleikaferðalaginu í september. Fyrst Evrópu, svo Ameríku, Ástralíu og Asíu.

Olafurarnalds.com

Instagram

Skrifaðu ummæli