MIÐASALAN Á RAMMSTEIN HEFST Í DAG!

0

rammstein

Það hefur varla farið framhjá neinum alvöru rokkhundi að hljómsveitin Rammstein kemur fram í Kórnum þann 20. Maí næstkomandi. Fimmtán ár eru liðin frá því að sveitin spilaði hér á landi og eru eflaust margir spenntir að berja þessa mögnuðu sveit augum!

Búist er við miklum fjölda tónleikagesta frá Þýskalandi og því verða eingöngu um 13.000 miðar í boði fyrir íslenska aðdáendur. Aðeins verða einir tónleikar í boði og ljóst er að hart verður barist um miðana.

Miðaverð er 15.900 – 27.900 kr og hefst miðasalan í dag (fimmtudag 1. Des) kl 10:00 á Tix.is.

Skrifaðu ummæli