MIÐARNIR RJÚKA ÚT Á TÓNLISTARHÁTÍÐINA NIGHT AND DAY VIÐ SKÓGARFOSS

0

Heljarinnar tónlistarhátíð verður við Skógarfoss í sumar nánar tiltekið 14. til 16. júlí næst­kom­andi. Night And Day heitir þessi stórglæsilega hátíð og er dagskráin alls ekki af verri endanum! Enska hljómsveitin The XX fer fyrir hátíðinni en hún velur nokkra af sínum uppáhalds stöðum um heim allan til að halda hátíðina og er röðin komin að Íslandi!

 

The XX fær sína uppáhalds listamenn til að koma fram á hátíðinni og má þar t.d. nefna Warpaint, Earl Sweatshirt, Bjarki og Mr Silla svo fátt sé nefnt! Miðasalan hófst í gær og hafa miðarnir runnið út eins og heitar lummur en aðeins 2.500 miðar eru í boði!

Miðaverð er aðeins 19.900 kr og er allt innifalið, Rútuferðir frá Reykjavík og tjaldsvæði!

Tryggðu þér miða Thexxnightandday.com

Facebook viðburðinn má sjá hér.

Skrifaðu ummæli