MIÐ-ÍSLAND Í KVÖLD AÐEINS ÖRFÁ SÆTI LAUS

0


Mið-Ísland hópurinn kemur fram í Hljómahöll í kvöld, föstudagskvöldið 7. apríl, með sýninguna sína MIÐ-ÍSLAND – AÐ EILÍFU sem slegið hefur í gegn hjá landsmönnum undanfarnar vikur. Sýningin hefst klukkan 20.00. Aðeins eru örfá sæti laus í kvöld og ljóst að það verður fullt hús. Áhugasamir geta tryggt sér miða núna inn á hljomaholl.is.

Þeir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð eru mættir aftur til leiks og með splunkunýtt og brakandi ferskt uppistand!

Sýningar hópsins í Þjóðleikhúsinu eru langsamlega vinsælustu uppistandssýningar Íslands frá upphafi en seinustu ár hafa yfir 50.000 áhorfendur mætt í Þjóðleikhúskjallarann og hlegið sig máttlausa, tvo klukkutíma í senn. Sýningarnar „Mið-Ísland í Kjallaranum,“ „Áfram Mið-Ísland,“ „Lengi Lifi Mið-Ísland“ og „Mið-Ísland 2016“ gengu allar fyrir fullu húsi og samanlagður sýningafjöldi hópsins í Þjóðleikhúsinu nálgast nú 300 sýningar.

Ummæli gesta frá fyrri sýningum Mið-Íslands:

„Ég kastaðist til af hlátri og skallaði vegg á sýningunni. Ég er massívur aðdáandi.“ – Ágústa Eva Erlendsdóttir, leikkona

„Loksins á Reykjavík alvöru uppistandssenu! Mið-Ísland er fyndnasta sýningin í borginni í mörg ár.“ – Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður

„Ógeðslega fyndið grín beint úr íslenskum samtíma. Þurfti að leggja mig inn á heilsuhælið í Hveragerði í kjölfarið.“ – Brynhildur Pálsdóttir, vöruhönnuður

„Ég hlæ ekki að hverju sem er, en ég hló mjög mikið á þessu uppistandi.“ – Heiða Kristin Helgadóttir, stjórnmálakona

„Það er dásamlegt að setja á sig góðan ilm og fara á sýningu þar sem allir eru meira og minna hlæjandi. Vagga íslenskrar uppistandsmenningar á skilið góðan ilm. Lifi Mið-Ísland!“ – Gunnar á Völlum, sjónvarpsmaður og skemmtikraftur.

„Sökk svo djúpt ofan í grínfenið á síðustu sýningu að Fjölnir Þorgeirsson er enn að reyna að draga mig upp.“ – Hrafn Jónsson, pistlahöfundur

„Loksins eitthvað fyndið eftir að Randver var rekinn!“ – Hjörvar Hafliðason, íþróttafréttamaður og dagskrárstjóri

„Stórkostlegt í alla staði. Maður finnur sálina léttast með hverri hláturroku og horfir á fýlúpúkana í kringum sig bráðna og brosa út í annað.“ – Guðrún Sóley Gestsdóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV

„Loksins eitthvað fyndið eftir að Randver var rekinn!“ – Hjörvar Hafliðason, íþróttafréttamaður og dagskrárstjóri

„Stórkostlegt í alla staði. Maður finnur sálina léttast með hverri hláturroku og horfir á fýlúpúkana í kringum sig bráðna og brosa út í annað.“ – Guðrún Sóley Gestsdóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV

Bergur Ebbi Benediktsson mun koma fram með hópnum fjórar helgar í vetur en hann er búsettur erlendis þennan veturinn og munu ýmsir innlendir og erlendir gestir hlaupa í skarð hans þegar hann er fjarri góðu gamni.

Sýningin er um tvær klukkustundir með hléi og stíga fjórir uppistandarar á svið auk kynnis. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega til að ná góðum sætum. Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!

Skrifaðu ummæli