MICK HARGAN OG DANÍEL HJÁLMTÝSSON SPILA Á DILLON WHISKEY BAR 27. OKTÓBER

0
mick 3

Mick Hargan

Skoski trúbadorinn Mick Hargan, kemur fram á tónleikum á Dillon Whiskey Bar við Laugaveg 30 þriðjudaginn 27. október. Einnig mun íslenski söngvarinn og gítarleikarinn Daníel Hjálmtýsson koma fram.

MICK 2

Daníel Hjálmtýsson

Hargan er nú á tónleikaferðalagi um heiminn og stoppar í sólarhring í Reykjavík á ferðalagi sínu til Bandaríkjanna áður en hann heldur aftur til Evrópu þar sem hann endar tónleikaferðalag sitt í S-Evrópu.
Daníel Hjálmtýsson vinnur nú að fyrstu EP plötu sinni og hefur verið iðinn við tónleikahald síðastliðin ár við góðan orðstír.
Fjölmennum á Dillon Whiskey Bar og njótum lífsins!

Comments are closed.