„MÉR FINNST KUSK AUÐMJÚKT EN KÚL”

0

Kusk gefur frá sér lag og myndband í tilefni af hrekkjavöku. Kusk er listamannanafn sem Ásta Guðrúnardóttir hefur tekið sér og markar það nýja stefnu í tónum og myndum hjá Ástu. Ásta vinnur hjá Stúdíó Sýrlandi á daginn og skapar tónlist, myndlist og myndbönd á kvöldin.

„Mér finnst nafnið Kusk auðmjúkt en kúl, ég er búin að ganga með hugmynd um Kusk í tíu ár og loksins er hún að fæðast. Undir merki Kusk mun ég mála, gera tónlist, og myndbönd og hvað sem mér dettur í hug. Ég fann gríðarlegt frelsi að taka mér þetta nafn og sleppa því að festa listina við mitt persónulega nafn.”

Lagið heitir „Evil” og Kusk semur, syngur og hljóðblandar. Ívar Baldvin Júlíusson tók upp sönginn og Kristinn Sturluson sá um masteringu. Myndbandið er tekið upp og unnið af Kusk.

Ásta segir að þegar hún er að gera myndband hugsar hún bara svipað og þegar hún er að gera málverk. Hvaða liti ætlar hún að nota? Kalda eða heita tóna? Hvað gerir ljósið?

„Á leiðinni koma upp allskonar hugmyndir hvað þetta gæti nú allt þýtt en það eru engar pælingar á bakvið það hjá mér. Ef það lýtur vel út, er gott að horfa á og er áhugavert, nota ég það. Auðvitað tekst misvel en maður lærir alltaf meira, það er best.”

Myndböndin sem hún gerir eru frekar langt augnablik heldur en saga því hún er ekki að segja neitt, vil bara að þetta lúkki vel og fallegt að horfa á!

Skrifaðu ummæli