„Mér finnst að fleiri listamenn ættu að dansa fallega eins og Kate Bush”

0

Tónlistarmaðurinn Mosi var að senda frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið „Another Weekend” sem hann tileinkar tónlistarkonunni Kate Bush. Myndbandið er endurgerð á gömlu myndbandi með Kate Bush sem kom út árið 1979 við lagið „Wuthering Hights” þar sem hún dansar ein í rauðum kjól úti á túni.

“Þegar ég var að hugsa hvernig myndband ég vildi gera við lagið var ég á sama tíma að horfa mikið á Kate Bush myndbönd á túbunni og alveg heillaður af henni. Hún var svo áhugaverður listamaður og dansaði alltaf fallega í sínum myndböndum.

Mosi fór að pæla hvað fólki mundi halda ef hann myndi dansa eins og Kate Bush aleinn út á túni í kjó!. Mosi prófaði að lækka í myndbandinu hennar Kate Bush og hækka í sinni tónlist og það smell passaði saman! Mér finnst að fleiri listamenn ættu að dansa fallega eins og Kate Bush þannig að ég ákvað að kíla bara á þetta segir Mosi.

Framundan er mikið að gera hjá Mosa og eftir um mánuð kemur annað nýtt tónlistarmynbandi út við lagið „My little world.”

“Við erum búnir að taka upp og gera þrjú myndbönd en þau koma öll út fyrir sumarið. Við erum líka með fullt af nýjum lögum þannig að fleiri myndbönd verða tekin upp í sumar og svo er ný plata væntanleg í haust. Nýju lögin eru mjög hress og melódísk þannig að ég mæli með því að taka dansskónna með á Dillon“. – Mosi.

Jón Teitur Sigumundsson leikstýrir myndbandinu og Joost Horrevorts sá um upptökur en þeir hafa unnið fleiri myndböndum með Mosa og eru að vinna að nýju myndbandi sem kemur út fyrir sumarið. Ásamt Mosa kemur Tinna Katrín fram í laginu en þau hafa unnið mikið saman í tónlist Mosa og eru þau einnig að vinnan að sólóverkefni hennar sem verður mjög spennandi að fylgjast með á næstunni.

Í tilefni útgáfu myndbandsins ætlar Mosi að halda heljarinnar tónleika á Dillon föstudaginn 6. Apríl. og mun hann nánast einungis spila óútkomið efni og lofar mikilli stemningu.

Tónlistarmaðurinn SEINT sér um upphitun en tónleikarnir byrja á slaginu 22.00. Einnig bendum við á að ný heimasíða mosa er kominn upp: Mosimusik.com

Skrifaðu ummæli