MEMORIA COLLECTIVE FJÁRFESTIR Í MOLD SKATEBOARDS

0

Memoria Collective í samstarf með Mold Skateboards. Ljósmynd/Sigrún Guðjohnsen

Tattú stofan Memoria Collective hefur nú fjárfest í íslenska hjólabrettafyrirtækinu Mold Skateboards en það eru Haukur Már Einarsson, Steinar Fjeldsted og Ómar Örn Hauksson sem reka Mold Skateboards! Að sögn þeirra eru þeir himinlifandi með viðbótina og eru afar spenntir fyrir komandi samstarfi!

Memoria Collective er ein vinsælasta tattú-stofa landsins en þar ríkir einstaklega gott andrúmsloft! Stofan opnaði í ágúst í fyrra og hafa viðtökurnar farið langt fram úr öllum væntingum.

„Okkur fannst Mold Skateboards vera að gera ótrúlega töff hluti og okkur langaði að koma inn í þetta og taka þetta á hærra plan!“ – Kristján Gilbert einn af eigendum Memoria Collective

Haukur, Steinar og Ómar með Lilla brettin vinsælu.

Mold skateboards hefur verið ansi áberandi í íslensku hjólabrettasenunni en Lilla brettið svokallaða slóg rækilega í gegn!

„Það eru ný bretti á leiðinni og að sjálfsögðu skarta þau nýrri grafík! Einnig erum við að leggja lokahönd á glæsilega Mold vefsíðu og margt margt fleira! Það eru virkilega spennandi tímar framundan og frábært að fá Memoria Collective gauarana til liðs við okkur.“ – Steinar Fjeldsted einn af eigendum Mold Skateboards

Hér fyrir neðan má sjá myndband með hjólabrettkappanum Rósa en hann rennir sér fyrir Mold Skateboards.

 

Skrifaðu ummæli