MELODICA FESTIVAL HALDIN Í TÍUNDA SKIPTIÐ

0

Melodica Festival Reykjavík, sem nú er haldin í tíunda skiptið, er handan við hornið! Dagana 25.-27. ágúst munu 28 íslenskt og erlent tónlistarfólk stíga á stokk og kynna tónlistina sína, auk þess að fá tækifæri til að kynnast hvert öðru og fagna blómstrandi og vaxandi samfélagi tónlistarfólks og tónlistarunnenda.

Af erlendum gestum má nefna hollensk-finnsku Town of Saints, sem eru þekkt fyrir að fá jafnvel innhverfasta fólk til að dansa, Lo-fi folk söngkonuna Keto frá Bretlandi, sem meðal annars hefur spilað með Lower Dens og sungið með Sun Kil Moon, sænska indí-popp söngvaskáldið I’m Kingfisher, sem fengið hefur afburða dóma í Svíþjóð fyrir sína nýjustu plötu og hollenska tilrauna-folk undrið Roosmarijn, sem hrífur hlustendur upp úr skónum með sinni einstöku rödd og víóluleik.

Ekki má gleyma því íslenska tónlistarfólki sem kemur fram á hátíðinni – í dagskrá hátíðarinnar má bæði finna tónlistarfólk sem hefur getið sér gott orð fyrir list sína sem og aðra sem eru að stíga sín allra fyrstu skref – þar á meðal eru CeaseTone, Jón Ólafsson, Marteinn Sindri, Skúli Mennski, Lára Rúnars og Íkorni.

Cease Tone kemur fram á hátíðinni í ár.

Í ár er Melodica Reykjavík í samstarfi við KÍTÓN, samtök kvenna í tónlist, en með því er verið að stuðla að auknu jafnvægi kynjanna í dagskrá hátíðarinnar.

Dagskrá hátíðarinnar í heild sinni má nú sjá bæði á Facebook síðu og heimasíðu Melodica Reykjavík.

Aðgangur að hátíðinni er ókeypis en hvatt er til frjálsra framlaga sem notuð eru til að hjálpa erlendu gestunum að greiða fyrir ferðakostnað, en öll koma þau á hátíðinna á eigin kostnað.

Melodicareykjavik.com

Skrifaðu ummæli