melancholia, drungi og melódískar drunur

0

Reykjavík Metalfest kynnir Drungarokk sveitina Bell Witch en hún var stofnuð Árið 2010 í Seattle, USA. Hljómsveitin hefur þegar gefið úr þrjár breiðskífur auk demó útgáfu árið 2011. Bell Witch hafa skapað sér hljóðheim sem á sér enga hliðstæðu innan doom senunnar þar sem melancholia, drungi og melódískar drunur leiða hlustanda í ferðalag um þokuþrungna skóga Norður Ameríku.

Ópus sveitarinnar er óneitanlega þeirra nýjasta verk, ‘Mirror Reaper’ en sú plata kom út árið 2017 og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Platan endaði á ótal árslistum fyrir bestu plötu ársins innan geirans.Við bjóðum ykkur að hlýða á verkið í heild sinni með okkur á Gauknum næstkomandi miðvikudag.

Þeim til halds og trausts verður hin dularfulla Vofa sem stefnir á útgáfu snemma næsta ár og Heift sem gáfu nýverið út Ep plötuna Gyðingurinn gangandi sem er að finna á bandcamp og spotify.  

Tónleikarnir fara fram 28. Nóvember á Gauknum!

Skrifaðu ummæli