MEIRA ROKK HJÁ BEEBEE AND THE BLUEBIRDS

0

Ljósmynd: Gígja D. Einarsdóttir.

Lagið „Close“ er annar singúll af væntanlegri plötu Beebee and the bluebirds. Þetta er önnur plata þeirra og er hún örlítið rokkaðari en sú fyrri, eins og heyra má af þessu lagi. Nýlega koma út myndband við lagið „Out of the dark”, sem einnig er að finna á plötunni, en það lag hefur verið í spilun á útvarpsstöðvunum X-inu 977 og Rás 2.

Ljósmynd: Spessi Hallbjörnsson.

Platan var tekin upp í Stúdíó Paradís og um hljóðblöndun og masteringu sáu Jóhann Ásmundsson og Ásmundur Jóhannsson. Upptökustjóri var Jóhann Ásmundsson. Platan kemur út næstu mánaðarmót og ætla þau að fylgja henni eftir með tónleikum um landið og víðar. En fyrri plötu þeirra er hægt að hlusta á á Spotify og Youtube.

Instagram

Snapchat: bibibluebird

Skrifaðu ummæli