MEIRA LÍFRÆNT OG MINNA UM RAFRÆNA TÓNA

0

hjalmar

Reggae hljómsveitin Hjálmar er ein ástsælasta hljómsveit landsins en hún hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna um árabil. Drengirnir voru að senda frá sér brakandi ferskt lag en það ber heitið „Allt Er Eitt.“ Kapparnir vinna nú að plötu en að þeirra sögn verður hún lífrænni en fyrri verk og minna verður um rafræna tóna.

hjalmar-2

Ekki hefur borið mikið á sveitinni að undanförnu en Steini og Kiddi hafa verið á stanslausu flakki með tónlistarmanninum Ásgeiri Trausta og Siggi bjó í Noregi. Allir eru komnir á klakann og mikil stemming er í hópnum!

„Allt Er Eitt“ er afar ljúft lag sem gott er að skella á fóninn með rjúkandi kaffibolla við hönd.

Skrifaðu ummæli