Meginhugmyndin var að semja skemmtilegan popp smell

0

Svala Björgvins var að senda frá sér nýtt lag sem nefnist „Karma.“ Lagið er hluti af EP plötu sem Svala er að vinna í og er von á henni fyrri hluta árs 2019, gefið út af Iceland Sync og dreift af SONY DK.

Lagið var samið af Svölu Björgvins, Rob Ellmore, Einari Egilssyni og Colin Mowgli og var unnið að öllu leiti í Los Angeles fyrr á þessu ári. Svala var búin að vera með titilinn af laginu sjálfu „karma” í hausnum í nokkrar vikur og langaði að semja lag sem fjallaði á einfaldan hátt um hugtakið því karma er í öllum litlu einföldu og ljúfu hlutunum í lífinu.

Meginhugmyndin hjá Svölu var að semja skemmtilegan popp smell sem kæmi manni í stuð en samt með góðum boðskap sem tókst svo sannarlega.

Skrifaðu ummæli