MEÐ BLÓÐBRAGÐ Í TVÖ OG HÁLFT ÁR

0

Í kvöld mun hljómsveitin Skurk  opna fyrir streymi á Youtube af heimildarmyndinni „Með Blóðbragð Í 2 og ½ Ár.“ Myndin fjallar um gerð plötunnar Blóðbragð. Í myndinni er farið yfir tveggja og hálfs árs ferli að gerð plötunnar allt frá Skíðadal að Stúdíóinu í Hofi.

Sveitin var að fá diskana glóðvolga í hendurnar en þeim verður dreift í sérvaldar verslanir í Reykjavík  á næstu dögum! Blóðbragð fæst nú í verslunum Eymundsson og Púkanum á Akureyri.

Streymið byrjar stundvíslega kl 20:00!

https://www.skurk.is

Skrifaðu ummæli