Með allt upp á tíu: Nýtt lag frá Warmland

0

Arnar Guðjónsson (Leaves o.fl) og Hrafn Thoroddsen (Ensími o.fl) skipa hljómsveitina Warmland en sveitin var að senda frá sér glænýtt lag sem ber heitið „Nicest.” Lagið er virkilega grípandi og að vanda er hljóðheimurinn framúrskarandi! Arnar og Hrafn eru með allt upp á tíu og gaman verður að fylgjast með þessarri mögnuðu sveit á næstunni!

„Nicest” er tekið upp í Aeronaut Studios. Endilega skellið á play og farið í ferðalag um ótroðnar slóðir!

Skrifaðu ummæli