MEÐ ÁFRAMHALDANDI DJAMMI KOM ÚT SPENNANDI LAG

0

Hljómsveitin Premium voru að senda frá sér nýtt lag og myndband sem nefnist, „Patient.“ Hljómsveitarmeðlimir eru fjórir og þrátt fyrir mismunandi bakrunn í tónlist ná þeir samt að smella saman áhrifum þegar kemur að því að semja. Lagið kom úr ófyrirsjánlegri átt þar sem hugmyndir af lagasmíðinni voru mikið út í bláinn til að byrja með.

„Með áframhaldandi djammi kom út spennandi lag sem við hikum ekki við að taka á tónleikum. Textinn fjallar um að vera með aga yfir hlutunum og ekki gefast upp á þeim og gefa þeim smá þolinmæði. Engin sérstök saga er á bakvið textann en ég held að flest allir séu með stór markmið í lífinu og geta þar með tengt eitthvað við lagið/textann.“ – Premium

Myndbandið við lagið er tekið upp og klippt af Kristjáni trommuleikara Premium í kjallaranum í árbænum þar sem hljómsveitin er með æfingaraðstöðu.

„Það var farið beint í það að taka það upp því að við vildum henda í eitt myndband áður en við spilum á off venue-i á Eistnaflugi (N.t.t. Beituskúrinn kl 19:00 7 júlí).“ – Premium

Hljómsveitin mun á næstunni kasta út nokkrum Demo lögum og hefja síðan tökur á nýrri plötu um leið og allt efni fyrir hana er orðið klárað og fínpússað.

Skrifaðu ummæli