MARV RADIO MEÐ BEATBOX NÁMSKEIÐ Í BÆJARBÍÓ OG RJÓMINN AF ÍSLENSKU RAPPI KEMUR FRAM

0

marv 5

Beatbox námskeið verður í Bæjarbíó þann 15. Desember og stendur það yfir í þrjár vikur. Marv Radio kennir á námskeiðinu en hann er þrefaldur sigurvegari bresku beatbox keppninnar Uk Beatbox Championship.

MARV
Námskeiðið er fyrir alla, byrjendur, þroskaða beatboxara og fagmenn sem vilja bæta við sig kunnáttu, læra nýja hluti og fá tækifæri til að sjást erlendis. Á námskeiðinu mun Marv Radio kenna hvernig best er að beatboxa inn á loopstation sem er nútímaleg upptökugræja sem tekur upp hljóð á mörgum rásum svo úr verði til lag. Lokaverkefni námskeiðsins er að koma fram á uppskerutónleikum námskeiðsins þann 3. Janúar en þá munu þátttakendur koma fram í stóru hóp-beatbox atriði leitt af Marv Radio.

marv 4
Beatbox Masterclass Námskeið er fyrir fólk á öllum aldri. Þrjár vikur þrisvar í viku tvo tíma í senn og hefst þriðjudaginn 15. Desember. (Námskeiðið verður dagana 15., 16., 20., 21., 22., 27., 29., 30. Desember og 2. Janúar ) Aldurshóparnir eru 4 – 9, 10 – 14 og 15 ára + og kostar 18.900 kr. á mann. Boðið er upp á 20% systkinaafslátt og einnig hægt að semja um hópafslátt. Tímarnir verða í rammanum milli klukkan fjögur og átta og munum við hanna tímana eftir þátttöku. Þ.e. ef færri en þrír taka þátt í 4 – 9 ára þá verður það sett saman við 10 – 14.

marv 6
Sérstakir kynningartónleikar verða sunnudaginn 13. Desember en þar koma fram Marv Radio, Steinn Du Beat Box, Rímnaríki, Kilo, Holy Hrafn og Vivid Brain en frítt er inn á viðburðinn.
Einnig verða tónleikar 26. Desember klukkan sex til hálftíu en þar koma fram Marv Radio, Loop Station Show, Steinn Du, Shades Of Reykjavík, Rímnaríki, Kilo og Holy Hrafn.
Sama kvöld frá klukkan tíu til eitt koma fram Marv Radio, Steinn Du, Shades Of Reykjavík, Valby Bræður, Þeiðja Hæðin, Kilo, Vivid Brain og Rímnaríki.
Lokatónleikar verða 3. Janúar en þar koma fram Marv Radio ásamt öllum sem voru á námskeiðinu, Steinn Du og Kilo.

Við hvetjum alla til að kynna sér þetta skemmtilega námskeið og mæta á tónleikana.

Upplýsingar og skráning í síma: 774-2046

 

Comments are closed.