Martin Garrix og Avicii leiddu Þröst inn í tónlistina

0

Þröstur Ákason er ungur tónlistarmaður en hann sendi nýverið frá sér plötuna Lost Frinedship. Þröstur segir að tónlistarmennirnir Martin Garrix og Avicii hafi haft töluverð áhrif á sig og þeir séu í rauninni ástæðan fyrir því að hann byrjaði að semja tónlist. Platan inniheldur þrjú lög en Þröstur segir plötuna vera alls ekkert danstónlistarlega.

Nóg er um að vera hjá þessum unga tónlistarmanni en hann er ansi iðinn við sína tónlistarsköpun og er meira efni væntanlegt frá honum!

Skrifaðu ummæli