„Markmiðið var að gera leiðinlegt lag“

0

Hljómsveitin PoPPaRoFT var að senda frá sér nýtt lag sem nefnist „Monotonic / Mónótóník.“ Róbert Örn Hjálmtýsson áður kenndur við hljómsveitina Ég er maðurinn á bakvið PoPPaRoFT og sér hann um allt undirspil og hljóðvinnslu. Þetta er annað lagið sem PoPPaRoFT sendir frá sér en það er brakandi fersk plata í ofninum

„Markmiðið í þetta skiptið var að gera leiðinlegt lag um leiðinlega hluti en það mistókst. Útkoman er skemmtilega kúl lag en með reyndar niðurdrepandi texta. Sem betur fer er það algeng mistök tónlistarmanna að vera með niðurdrepandi texta.“ – Róbert

Lagið “Monotonic / Mónótóník“ er eins og öll önnur PoPPaRoFT-lög, bæði á íslensku og ensku, samtímis en eitt af markmiðum hljómsveitarinnar er að kenna útlendingum íslensku.

Skrifaðu ummæli