„Markmið verkefnisins var að safna fyrir ferð til framandi landa”

0

The Upbeats koma fram á skemmtistaðnum Paloma miðvikudaginn 14. mars á fjórtánda klúbbakvöldi Hausa ásamt Culture Shock og Emperor.

Tilefni Íslandsferðar þeirra er Kickstarter verkefnið No Sleep ‘Til sem The Upbeats söfnuðu fyrir seinni part 2017. Markmið verkefnisins var að safna fyrir ferð til framandi landa þar sem tónlistarmenn hittast, sækja sér innblástur frá hverjum stað, semja tónlist og gera heimildarmynd um allt ferlið. Þeir hófu ferðina í Japan og seinni áfangastaður verkefnisins er Ísland og því var leitað til Hausa til að setja saman viðburð þar sem þeir hafa verið leiðandi á sviði drum & bass viðburða í Reykjavík undanfarin ár.

The Upbeats eru margverðlaunaðir tónlistarmenn og áttu meðal annars besta lag ársins 2016 að mati Drum & Bass Arena Awards. Þeir hafa unnið mikið með Íslandsvinunum í Noisa og spilað á öllum helstu tónlistarhátíðum allt frá Glastonbury í Bretlandi til EDC í Las Vegas og það er því óvenjulegt að fá þá til að spila á Íslandi á litlu klúbbakvöldi.

 

Culture Shock er þekktur fyrir kraftmikið drum & bass í anda Sub Focus, Andy C og fleiri kappa á RAM Records þar sem hann hefur verið á samning undanfarin ár. Hann á mörg lög ódauðleg eins og Troglodyte, Machine, City Lights og nýlega gaf hann út Bunker sem hefur fengið gríðarlegar viðtökur á dansgólfum út um allan heim, meðal annars á Paloma undanfarnar helgar. Beats1 snúðurinn Zane Lowe gekk svo langt að líkja tónlist hans við „Dark Side of the Moon“ breiðskífu Pink Floyd flokksins.

Emperor hefur gefið út hverja negluna á eftir annarri meðal annars á útgáfufyrirtækjunum Critical Music, Symmetry, Titan og Ammunition svo nokkur séu nefnd. Árið 2014 kom Disrupted út sem hann gerði í samvinnu við Mefjus. Lagið rataði á árslista Hausa 2014 og hefur gert margan manninn sturlaðan á mörgum Hausakvöldum.

Ásamt The Upbeats, Culture Shock og Emperor koma fram fastasnúðar Hausa þeir Bjarni Ben, Croax, Nightshock, Untitled og Junglizt. Selt verður á viðburðinn við hurðina og kostar 1000 kr inn, glaðningur fylgir með fyrir fyrstu 100 gestina.

The Upbeats:

Culture Shock:

www.instagram.com/theupbeatsoffical

https://www.instagram.com/cultureshock/

Emperor:

https://www.instagram.com/emperordnb/

Hausar:

www.instagram.com/hausardnb

http://snapchat.com/add/hausardnb

Skrifaðu ummæli