MARK W. GEORGSSON SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „SÖNGUR HINS MÆDDA MANNS“

0

mark 4

Skoski tónlistarmaðurinn Mark W. Georgsson var að senda frá sér 7 tommu plötu með laginu „The Ballad Of The Nearly Man.“ Að sjálfsögðu eru tvær hliðar á plötunni, á hlið A syngur söngkonan Katie McArthur og er lagið útsett af meistara Rod Jones. Á hlið AA má heyra sama lag en er í flutningi Íslendinga og heitir „Söngur Hins Mædda Manns.“ Sigríður Thorlacius og Arnar Guðjónsson sem flestir kannast við úr hljómsveitinni Leaves ljá laginu rödd sína og gera þau það listarlega vel! Lagið er tekið upp í Chamber Studios í Edinburgh og í Aeronout Studios en þar er Arnar Guðjónsson á heimavelli og útsetti hann Íslensku útgáfu lagsins.

mark 3

Þormar Melsted og Guðlaugur Jón Árnason sáu um að þýða texta lagsins yfir á Íslensku.

Ljósmyndarinn og íslandsvinurinn Brian Sweeney sá um myndvinnslu plötuumslags en hann og Þormar koma meira að verkefninu sem verður kynnt síðar.

Lagið var frumflutt í Virkum Morgnum á Rás 2 á dögunum og hægt er að hlusta á lagið hér: 1 klukkutími og 53 mínútur inn í þáttinn

Frábært lag hér á ferð og gaman verður að heyra meira frá þessu skemmtilega verkefni.

Einnig er hægt er að verlsa gripinn hér.

Comments are closed.