MARK SULTAN SPILAR Á GAUKNUM Í KVÖLD 17. MARS OG HÁALOFTINU VESTMANNAEYJUM 18. MARS

0

Mark Sultan

Mark Sultan spilar á Gauknum í kvöld föstudag 17. mars og Háaloftinu Vestmannaeyjum laugardagskvöldið 18. Mars. Mark Sultan öðru nafni BBQ er kanadísk eins manns hljómsveit sem hefur
gert garðinn frægan með The King Khan & BBQ Show, Almighty Defenders, Spaceshits o.fl. Hann heimsækir klakann nú í fyrsta skiptið og er von á allgjöri rokkveislu.

Tónlist Sultans mætti lýsa sem rokki á sem frumstæðasta hátt með dass af sálartónlist. Mark Sultan er einn af frumkvöðlum þess að blanda saman 60’s garage rokki og sálartónlist saman og nær ferill hans aftur til ársins 1995 með pönkhljómsveitinni Spaceshits.

The King Khan & BBQ Show

Mark Sultan hefur gefið út 6 sólóplötur undir nöfnunum Mark Sultan og BBQ og 8 smáskífur og er mjög afkastamikill. Nýjasta platan hans heitir einfaldlega BBQ og kom út í
janúar 2017.

Honum til halds og traust verður háværasta rokkhljómsveit landsins Pink Street Boys en strákarnir eru að gefa út sína næstu plötu nú á árinu.

Einnig kynnum við til sögu nýja brjálaða pönkhljómsveit að nafni Spünk sem munu trylla lýðinn.

Tónleikarnir hefjast kl 10 og kostar litlar 1000 krónur inn.

Skrifaðu ummæli