MARINO KRISTJÁNSSON FER Á KOSTUM Í NÝJU SNJÓBRETTAMYNDBANDI

0

marino jesss

Snjóbrettakappinn Marino Kristjánsson hefur verið á stanslausu flugi í allan vetur en út var að koma nýtt myndband með kappanum sem ber heitið „Oslo Vinter Park Edit 2016.“ Eins og nafn myndbandsins gefur til kynna er það tekið upp í Osló í Noregi og er það virkilega glæsilegt!

Marino er einn helsti snjóbrettakappi landsins en hann er einnig framúrskarandi hjólabrettakappi og í sumar má eflaust sjá hann renna sér um götur borgarinnar.

Marino flytur til Noregs í haust en hann er að hefja nám í snjóbrettaskóla og stefnir hann hátt í snjóbrettaíþróttinni.

Comments are closed.