MARÍA ÓLAFSDÓTTIR SENDIR FRÁ SÉR ÁBREIÐU AF LAGINU „WHO YOU ARE“ MEÐ JESSIE J

0
maria 2

Ljósmynd: Jónatan Grétarsson

María Ólafsdóttir söng sig inn í hjörtu landsmanna með Eurovision laginu „Unbroken.“ María er ein af flottustu söngkonum landsins en hún var að senda frá sér glænýtt lag og er það ábreiða af laginu „Who You Are“ með Íslandsvininum Jessie J.

„Mig hefur lengi langað að taka upp eitthvað flott cover lag og gera það live. Þannig ég ákvað að taka lagið „Who You Are“ með Jessie J. Við tókum upp lagið og myndbandið á sama tíma og gerðum þetta live“ – María Ólafsdóttir

maria

Ljósmynd: Jónatan Grétarsson

„Who You Are“ er eitt af uppáhaldslögum Maríu og eftir tónleika Jessie J í Laugardalshöll heillaðist hún enn meira af laginu.

Lagið er tekið upp í Hljóðverki en það var Einar Vilberg sem stjórnaði upptökum. Á bassa spilar Baldur Kristjánsson, á cajon spilar Gunnar Leó Pálsson og Helgi Reynir Jónsson spilar á gítar en hann hljóðblandaði einnig lagið. Myndbandið er unnið af Eiríki Þór Hafdal.

Comments are closed.