Margþrungið listaverk hlaðið tilfinningum – Arnór Dan og fyrsta sóló lagið!

0

Tónlistarmaðurinn Arnór Dan sendi í dag frá sér sitt fyrsta sóló lag og myndband en það ber heitið „Stone By Stone.” Margir þekkja Arnór úr hljómsveitinni Agent Fresco en Arnór hefur skapað sér sess sem einn fremsti söngvari þjóðarinnar!

„Stone By Stone” er margþrungið listaverk hlaðið tilfinningum og óaðfinnanlegum söng. Lagið er gert í samvinnu við snillingana Janus Rasmussen (Kiasmos) og Sakaris Emil Joensen en allt sem þeir koma nálægt verður að gulli!

Árið 2016 hlaut Arnór Íslensku Tónlistarverðlaunin fyrir söngvari ársins fyrir plötuna Destrier með hljómsveitinni sinni Agent Fresco. Arór hefur komið víða við á viðburðarríkum ferli og hefur rödd hans ratað í fjölmörg verkefni. Kappinn vann með tónlistarmanninum Ólafi Arnalds að tónlistinni í sjónvarpsþáttunum Broadchurch en fyrir það hlaut Ólafur Bafta verðlaunin. Einnig kom Arnór ásamt Agent Fresco,Yoko Kanno og Hugar að tónlistinni í japönsku teiknimyndinni Zankyou No Terror svo sumt sé nefnt.

Myndbandið er virkilega flott og vel unnið og smell passar það laginu en þar má sjá tvær huldu manneskjur, einangraðar frá hvor annarri umvafðar íslenskri náttúru!

Skrifaðu ummæli