MARGRÉT ARNAR NÝR FRAMKVÆMDARSTJÓRI REYKJAVÍK FOLK FESTIVAL

0

Ljósmynd: Thelma Gunn.

Margrét Arnardóttir er nýr framkvæmdastjóri Reykjavík Folk Festival. Hún tekur við af Snorra Helgasyni sem hefur gegnt stöðunni frá því árið 2013.

Sjöunda hátíð Reykjavík Folk Festival verður haldin á Kex Hostel dagana 2.-4.mars nk. Markmið hátíðarinnar er að koma saman þjóðlagatónlistarfólki á fjölbreyttum aldri og frá hinum ýmsu stefnum innan þjóðlagatónlistarheimsins. Ekkert verður til sparað við að skapa einlæga stemmingu og ógleymanlega tónlistarveislu þessi þrjú kvöld.

folkfestival-cover

Dagskrá hátíðarinnar verður tilkynnt í byrjun febrúar en fram að því má fylgjast með fréttum og tilkynningum á facebooksíðu Reykjavík Folk Festival.

Miðasala er hafin á tix.is á sérstöku janúartilboði – þriggja daga passi á 7.900kr í stað 8.500 kr.

Skrifaðu ummæli