Margir plötusnúðar frá Noregi hafa sýnt þessu mikinn áhuga og stuðning

0

Eftir að hann sendi frá sér sitt fyrsta mix og lenti í fyrsta sæti í Mix keppni, ákvað FBGM að halda áfram. Frábærar viðtökur frá öðrum plötusnúðum og bara fólki almennt hvatti hann til þess að halda áfram og búa til fleiri Mix! Margar fyrirspurnir streymdu inn á borð til hans hvenær næsta mix kæmi út. Öll þessi hvatning og hrós fékk FBGM ad halda áfram og búa til það sem mun heita „Get Money Mixes.“ 


Hvenær byrjaði þinn áhugi á að plötusnúðast og hvernig kom sá áhugi til?

Þegar áhuginn minn fyrir Skrillex fyrst kom, í 2011, kom þaðan líka stór áhugi á að verða plötusnúður. Ég man eftir að hafa sitið við matarborðið heima, með fartölvuna opna og einhver heyrnartól að fikta einhvað við Virtual DJ. Þar spilaði ég bara lögin, og henti í lagið fullt af allskonar effects/fx, mig fannst það hljóma voða svalt.

Alvöru áhuginn kom þegar ég flutti aftur til Íslands í eitt ár, frá 2012 – 2013. Ég kynntist tveimur strákum, sem eftir það urðu góðir vinir mínir. þessir tveir strákar voru með hausinn sinn almennilega í tónlistarheiminum, og síðan að áhuginn minn var stór hvað það varðar, þá notaði ég allan þann tíma sem ég gat til að læra af þeim. Þeir kynntu mér einnig fyrir tónlistar smíði. Það sem var svo sérstakt við þetta ár ( 2012 ), er það að allir í bekknum mínum á þessum tíma voru jafn mikið fyrir þá tónlist sem ég hlustaði á, og bonduðum við í þessum bekk mjög vel. Við bjuggum einnig til tónlistarvídeó saman. (Mig langar helst ekki að taka það fram í nútímann aftur, hehe)

Á því ári, fékk ég og einn þeirra sem ég nefndi fyrir ofan, að prufa að spila á giggi saman. þetta var okkar fyrsta gigg sem áhuga-plötusnúðar, og gerðum við það með stíl. Sá vinur varð einn af mínum allra bestu vinum seinna í framtíðinni, og leit ég mjög upp til hans. Það var hann sem kynnti mér fyrir tónlistarsmíðinni og sýndi mér takta á litla DJ-mixarann sem hann átti heima hjá sér, sem var þá, fyrsta skiptið sem ég nokkurn tímann prufaði DJ Mixer.

Því miður, lést sá vinur minn árið 2016. Ég nefni engin nöfn, þó ég vilji sýna heiminum hver það var sem kynnti mér fyrir tví sem í dag er mín atvinna. Í hvert skiptið sem ég næ árangri í þessum erfiða bransa, þá minnist ég hans og mun ég ávallt vera þakklátur fyrir það sem hann hefur kennt mér.

Hvernig tónlist spilar þú og hvaðan færðu innblástur?

Hérna í Bergen spila ég mjög mikið, ég spila á allskonar uppákomum. Þegar ég spila á næturklúbbum, er ég ekki ráðinn inn sem tónlistarmaður, þá mæti ég einfaldlega sem venjulegur plötusnúður og tónlistin sem ég spila á þeim flestu næturklúbbum í Bergen, er Commercial House, Pop, nýtt Hip Hop, Spanish-Pop og gamlir góðir klassíkarar. Fólk vill einfaldlega fá að heyra það sem allir kunna, og eitthvað sem allir geta sungið með. Þau vilja líka heyra remix/mashup af frægum lögum sem hafa gott viðlag/drop. Það finnst engin ein leið til að svara því, þetta liggur bara í kollinum.

Þegar það kemur af tónlistarnafninu mínu, er það allt annað. Þar fer allur fókusinn í Bass House, G-House, Brazilian Bass og Electro House. Það sem ég spila þegar ég er FBGM, er einfaldlega sú týpa af tónlist sem ég bý til. Þegar ég spila úti sem FBGM, blanda ég frægum viðlögum með sterku „Droppi,“ maður getur kallað slík lög Mashup (2 eða fleiri lög sett saman i 1), thað virðist virka ótrúlega vel.

Minn innblástur kemur frá plötusnúðum í Ástralíu. Á því sviði sem ég vil vera á varðandi stílinn, gera þeir það svo ótrúlega vel og ég reyni að læra mikið af því sem þeir gera. Ég hef gott samband við DJ-duo frá Ástralíu sem kallar sig BONKA. Mikið af því sem þeir eru ad gera, hjálpar mér til ad finna minn eiginn stíl og leið. Will Sparks er í góðu uppáhaldi hjá mér líka.

Hvaða græjur notarðu þegar þú spilar?

Ég nota yfirleitt alltaf tvo CDJ 2000 Nexus 2, og venjulega DJM 900 Nexus 2 frá Pioneer.

Hv​er er sagan á bakvið​ „Get Money Mixes?“

Mig hefur alltaf langað að búa til Mix. En hef aldrei fundið rétta tímann eða ástæðu til þess að byrja á því að gera það. Svo þegar ég sá þessa keppni sem ég svo tók þátt í og vann, sá ég loksins tækifærið til að byrja að búa til Mix. Fólk hefur greinilega sýnt þessu mikinn áhuga, og margir aðrir plötusnúðar frá Noregi hafa „supportað.“ Ég hef fengið miklar fyrirspurnir um næsta mix, en  þau munu öll koma. Tónlistarvalið sem ég nota í mixin, eru líka voðalega “unique.“ Það getur verið þess vegna sem svona margir hafa sýnt þessu mikinn áhuga, útaf því þau hafa ábyggilega aldrei heyrt þessi lög áður.

Hvað er framundan hjá þér?​

Þetta er stóra spurningin sem flest allir hafa velt fyrir sér. Hvað er nefnilega framundan?

Það sem gerist núna mjög bráðlega er endurútgefun af tónlistarnafninu mínu FBGM. Ég lendi þessu nafni núna með giggi í Osló og glænýju tónlistarvídeói sem kemur rétt fyrir sumarið. Þetta tónlistarvídeó mun sýna flest þau gigg sem hafa rifið af þökin.

Þegar fyrsta lagið kemur út, mun businessið fyrst leggja almennilega af stað, sem þýðir að FBGM mun gefa út mörg lög í framtíðinni og reyna að byggja nafnið hérna í Noregi og á íslandi.

Ég hef mörg markmið yfir hvað mig langar að gera, og hvernig ég mun byggja nafnið FBGM út í heiminn. Þannig, það sem liggur framundan, er einfaldlega mjög mikil planlegging yfir hvernig ég mun ná að komast áfram, og hvernig ég mun hitta það “Publicum“ sem ég vill. Spennandi! Ég er líka með markmið á að byggja fatamerki undir FBGM og hef nú þegar góð sambönd með nokkrum fatamerkjum um framtíðarlegar samvinnur.

Fyrir bókanir og aðrar fyrirspurnir er hægt að hafa samband við FBGM í gegnum music.fbgm@gmail.com.

Skrifaðu ummæli