„Margir hafa hvatt mig til að gera plötu eingöngu með íslenskum lögum“

0

Tónlistarmennirnir Geir Ólafsson og Þórir Baldursson hafa nú leitt saman hesta sína og er breiðskífa á leiðinni! Platan ber heitið „Þú ert yndið mitt yngsta og besta” og er hún hlaðin íslenskum perlum! Mörg þessara laga hafa í gegnum tíðinna átt stóran þátt í lífi margra en platan einkennist af píanó og söng.

Albumm.is náði tali af Geir Ólafs og svaraði hann nokkrum léttum spurningum.


Hvernig kom þessi plata til og er hún búin að vera lengi í vinnslu?

Ég og Þórir erum búnir að starfa lengi saman! Margir hafa hvatt mig til að gera plötu eingöngu með íslenskum lögum og fannst mér það góð hugmynd! Hinsvegar vildi ég nálgast það með öðrum hætti heldur hefur verið gert. Þannig píanó og söngur heillaði mig sérstaklega með þá hugmynd að þórir myndi gera píanó útsetningar, Við fórum svo í studíó og tókum upp! Vilhjálmur Guðjónsson, sá um upptökur! Einnig sá hann um Hljóðblöndun og jöfnun. Finnbogi Kjartansson sá um umslag plötunnar og uppsetningu.

Ljósmynd: Arnþór.

Hvernig hófst ykkar samstarf og var erfitt að velja lögin á plötuna?

Ég kynntist Þóri árið 1996, hef síðan þá oft starfað með honum og notið þess og lært mikið! Hvað varðar lagavalið þá tók það svo sem ekki langan tíma. Skrifaði nokkur lög og valdi svo bara tíu. það er vel hægt að lenda í erfiðleikum þegar kemur að því að velja lög enda mörg góð!

Hvað er það við þessi lög sem heillar ykkur og á að fylgja plötunni eftir með tilheyrandi tónleikahaldi?

Mörg þessara laga hafa í gegnum tíðinna átt stóran þátt í lífi margra og yljað okkur oft! þessi lög hef ég heyrt mörgum sinnum og notið þess að heyra frábæra söngvara syngja þau af alúð! Við munum halda nokkra tónleika á haustdögum.

Hvenær kemur platan út og eitthvað að lokum?

Platan kemur út í lok Ágúst! Svo vil ég bara þakka öllum þeim sem hafa áhuga á íslenskri tónlist, án þeirra værir engin drifkraftur fyrir tónlistarmenn!

Skrifaðu ummæli