MARGEIR OG YAMAHO TAKA YFIR PARTY ZONE OG PALOMA Í KVÖLD

0

party-1

Það verður heljarinnar stuð í útvarpsþættinum Party Zone í kvöld en þar stíga á stokk tveir af helstu plötusnúðum landsins Dj Yamaho og Dj Margeir! Þessi eðal nöfn hafa tryllt landsmenn um áraraðir með taktföstum bassa og ávanabindandi laglínum og má svo sannarlega búast við framúrskarandi tilþrifum í kvöld!

party-3

Það má segja að þáttur kvöldsins sé upphitun fyrir komandi átök næturinnar því að honum loknum ætla Yamaho og Margeir að trylla líðinn á skemmtistaðnum Paloma! Einnig koma fram drottningarnar Julia Ruslanova, ÁSA og Kolbrún K. Við mælum eindregið með að kveikja á viðtækjunum kl 22:00, stilla á X-ið 977, koma sér í gírinn og skella sér svo á dansgólfið! Ekki er hægt að óska sér betri kvöldstund!

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá Karnival á Klapparstíg á Menningarnótt 2016 en þar gerðu áðurnefndir plötusnúðar allt brjálað!

 

 

Comments are closed.