MARGEIR DIRE SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „ULTRAGROOVE“

0

diire

Það þekkja flestir Margeir Dire fyrir myndlist sína en færri vita að hann er einnig tónlistarmaður. Kappinn hefur verið að gera tónlist undir nafninu Manxego en hugmyndina að nafninu fékk hann í ostaverslun í Katalóníu. Fyrsta lagið sem Margeir sendi frá sér heitir „Closer,“ en þar má heyra mjög einlægan texta „Your heart is stone cold, your mind is set. How in the world am I supposed to get closer to you.“

diire2

Næst sendi Margeir frá sér lagið „Go Og Do en það lag er mjög hressandi og myndbandið var unnið úr sekúndubrotum úr myndbandi með Herb Albert.

Nýja lagið heitir „Ultragroove“ og er smjörþefurinn af því sem koma skal en breiðskífa er í vinnslu og er hún væntanleg í byrjun næsta árs.

 

 

Comments are closed.