MARGEIR DIRE MEÐ MYNDLISTARSÝNINGU Í GALLERY ORANGE

0

dire 2

Okkur hjá Gallery ORANGE þykir sönn ánægja að kynna listamanninn Margeir Dire og sýningu hans „MILLJÓN SÖGUR“.

Opnun sýningar verður fimmtudaginn 30.júlí kl 17:00 í Gallery ORANGE, Ármúla 6. Léttar veitingar verða í boði. Vaginaboys spilar nokkur vel valin lög og garðurinn verður opin. Allir velkomnir.

Ný og gömul verk verða til sýnis á göngum Gallery ORANGE. Einnig mun Margeir spreyja glugga með kalki og útbúa gluggalist sérstaklega fyrir Gallery ORANGE. Það einkennir Margeir að skapa list sem hefur takmarkaðan líftíma.

MARGEIR DIRE er orðin þekktur fyrir gjörninga sína þar sem hann endar líftíð listaverkasinna, þar má nefna gjörninginn ,,Að enda ferðar“, þar sem hann kveikti í málverki og þar með endaði líf þess. Einnig þegar hann málaði yfir málverk sín í útskriftarsýningu sinni frá Myndlistarskólanum á Akureyri. „Allt hefur sinn líftíma. Hugmyndin á sínar rætur að rekja til götulistar, þar sem fegurðin felst í því að þú veist aldrei hvort verkið verði þar enn á morgun svo þú þarft að stoppa og njóta þess til fulls núna. Eins og með fólk“ útskýrir Margeir hugmyndafræðina bakvið list sína.

dire 5

dire 4

Hér má sjá þegar hann málar yfir verk sín:

Vaginaboys munu spila nokkur vel valin lög fyrir gesti og gangandi. Vaginaboys spilar nautnlega og draumkennda raftónlist og hafa náð að vaka mikla athygli á stuttum tíma í íslenska raftónlistarheiminum. Grímuklæddir syngja þeir í gegnum talgervill sem gefur þeim einstakt hljóð.

Margeir Dire fæddur árið 1985 á Akureyri er búin að ná langt á sínum stutta ferli og á ótal margar sýningar að baki. Hann stundaði nám á myndlistarbraut við Verkmennta-skólann á Akureyri, Myndlistarskólanum á Akureyri, Lahti institude of Fine arts og Art direction í IED Barcelona. Sýning  verður tíunda einkasýning Margeirs og samsýning Gallery Orange verður Þrítugasta og fjórða samsýningin hans. Einnig hefur Margeir unnið að ótal verkefnum sem listrænn stjórnandi, hönnuður, mynd og tónlistarmaður.

dire 3

Myndefni Margeirs kallar hann sjálfur Absorbism sem einkennist af taktföstum línum og hreinum formum sem skapa táknræn hugtök með symbolísku ívafi. Innblástur sækir hann m.a. eðli náttúrunnar, tónlist, götulist, fólk og sögur.

Sýningin verður svo opin alla virka daga frá kl 9 – 17 og aðgangur er ókeypis.  Hægt er að panta sérstaklega kynningu fyrir hópa eða félagasamtök um helgar eftir frekara samkomulagi án auka gjalds nema ánægjunnar.

https://www.facebook.com/events/1605499646377740/

Comments are closed.