MARGBROTINN HLJÓÐFÆRALEIKUR SEM FER ÚT FYRIR HEFÐBUNDIN MÖRK

0

Árið 2013 flutti danski bassaleikarinn og tónskáldið Richard Andersson til Íslands til að kynna sér menningu og tónlistarsenu landsins. Hann tengdist fljótlega öðru tónlistarfólki þar á meðal saxófónleikaranum Óskari Guðjónssyni og trommuleikaranum Matthíasi Hemstock. Síðan þá hafa þeir starfað saman undir nafninu „Richard Andersson NOR“.

Tríóið hefur á efnisskránni lög eftir Richard og Óskar sem einkennast af skýrri og hnitmiðaðri lagrænni sýn. Um leið er hljóðfæraleikurinn margbrotinn og fer á köflum út fyrir hefðbundin mörk. Markmið þessara þriggja tónlistarmanna er að flytja lög sem eru í grunninn melódísk og ljóðræn en gefa þeim um leið tækifæri til að leita inn á tilraunakenndari svið í persónulegri nálgun sinni.

Eftir þrjú ár og rúmlega 60 tónleika í Færeyjum, Íslandi og Danmörku er komið að útgáfu fyrstu hljómskífu tríósins sem fer af því tilefni í tónleikaferð um Vestfirði og Norður- og Suðvesturland í apríl og leikur á eftirtöldum stöðum:

18. Apríl The Danish Embassy in Reykjavik (by invitations only)

19. Apríl Edinborgarhúsið, Ísafjörður

20. Apríl Hof, Akureyri

21. April Alþýðuhúsid, Siglufjörður

22. April Garðabær jazz festival

23. April Bryggjan Kaffihús, Grindavík

 

Skrifaðu ummæli