Mannskepnan á það til að fara fram úr sér og missa sig í græðgi og eyðileggingu

0

Hljómsveitin Major Pink var að senda fá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Too Close to the Sun.”Lagið er einhverskonar framhald af sögunni í laginu „Coffee & Cigarettes” og „Genocide.”

Myndbandið er einskar skemmtilegt en þrátt fyrir mikið grín og glens er undirliggjandi alvara í myndbandinu. Mannskepnan á það til að fara fram úr sér og missa sig í græðgi og eyðileggingu.

„Ég upplifi lagið sem ákall á utanaðkomandi hjálp.” – Knútur Haukstein leikstjóri.

Sveitin upplifði lagið og textann eins og söguna af Íkarus sem flaug of nálægt sólinni. Myndbandið fjallar einmitt um að mannkynið sé búið að fljúga of nálægt sólinni og þarf utanaðkomandi hjálp sem í þessu tilviki er Major Tom. Það er hlutverk hljómsveitatinnar að finna hann og bjarga mannkyninu áður en það er of seint.“

Skrifaðu ummæli