Mannlegar tilfinningar þar sem ljós og myrkur togast á

0

Tónlistarmaðurinn Eiður Steindórsson hefur svo sannarlega komið víða við en hann er breiðhyltingur í húð og hár en hann hóf sinn tónlistarferil með harðkjarnasveitinni Snafu. Sveitin varð í öðru sæti í músiktilraununum árið 2000 en einni starfaði Eiður með sveitunum Vera og Future Future.

Á síðustu misserum hefur hann unnið að tónlist undir nafninu OATH og er skífan A Journey of the Human Soul afrakstur þeirrar sköpunar. OATH skapar tilfinningaríka raftónlist og í draumkenndum laglínum skapast heimur mannlegra tilfinninga þar sem ljós og myrkur togast á og úr verður ferðalagið A Journey of the Human Soul.

Youtube

Skrifaðu ummæli