MANNAKJÖT FRUMFLYTUR LAGIÐ SUMARIÐ VAR GOTT

0

MANNA2

Mannakjöt sendu frá sér sitt annað lag í gær og sem fyrr heldur hljómsveitin sig við tónlistarstefnuna Gay Metal eða Glys Diskó eins og hún heitir á íslensku. Lagið nefnist „Sumarið Var Gott“ og fjallar textinn um það hvernig við eigum að vera ánægð með það sem við fáum en ekki endalaust að væla yfir því hvernig íslenskt sumar er, það er nefnilega alltaf gott miðað við íslenskt sumar. Mannakjöt gerir upp sumarið nú undir lokin og kemst að því að það var sól, rok, rigning og allt þar á milli og þar af leiðandi var sumarið gott.

MANNA4

lagið er eftir Örlyg Smára sem einnig er upptökustjóri lagsins en textinn er eftir Valgeir Magnússon.

 

Mannakjöt skipa:

Heiðar úr Botnleðju og Pollapönk

Guðni úr Ensími

Bibbi úr Skálmöld.

Óttarr Proppé

Örlygur Smári

Valli Sport

Aron Baron

Óskar Sexy-Tromm

 

Lagið var frumflutt á rás 2 í morgun en um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á myndband við lagið.

http://www.ruv.is/frett/mannakjot-frumflytur-sumarid-var-gott

 

Comments are closed.