MÁNI ORRASON

0

ljósmynd 1

Máni Orrason er sautján ára tónlistarmaður sem hefur verið að gera það ansi gott að undanförnu. Lagið hanns Fed All My Days kannast flestir við enda hefur það fengið að óma á öldum ljósvakans að undanförnu. Máni hitti Albumm seint um kvöld í miðbæ Reykjavíkur og sagði okkur meðal annars frá hvernig það er að búa á Spáni, nýja bandinu sínu og tískunni í Reykjavík.


hvenær byrjaðir þú í tónlist?

Ég byrjaði að spila á píanó þegar ég var ellefu ára þá átti ég heima í Vík í Mýrdal og var í nokkrum hljómsveitum þar. Við tókum þátt í músíktilraununum með algjört prog rokk band. Það var þá sem ég byrjaði að semja lög. Eftir músíktilraunir flutti ég út til Spánar og fer þá meira að spila sjálfur, síðan þá er þetta búið að þróast.

Hvort ertu að fá meiri innblástur frá Spáni eða frá Íslandi?

Ekki svo mikið frá Spáni enda kem ég frá stað þar sem er ekki mikill kúltúr. Þetta er mikið ferðamannasvæði og mikið af Bretum sem koma þangað til að deyja (hlátur) en ég hef fengið miklu meiri innblástur frá Íslandi.

ljósmynd 2

Hverjir eru mestu áhrifavaldarnir?

Það eru fjórir guðir, sem eru þá Bítlarnir, Bruce Springsteen, Neil Young og Bob Dylan svo er það Björk og Father John Misty. Ég bara hlusta rosalega mikið á tónlist.

Er gítar þitt aðal hljóðfæri?

Á plötunni spila ég á öll hljóðfærin nema trommur og bassa en ég sem alltaf á gítar og píanó. Elsta lagið á plötunni er samið fyrir tveimur og hálfu ári en ég byrjaði á plötunni sjálfri fyrir einu og hálfu ári, þá var ég kominn með hugmyndina að gera plötu.

Þessi plata hefur fengið frábærar viðtökur?

Já, algjörlega en ég er náttúrulega bara á Spáni og hef eiginlega ekkert fundið fyrir þessu. Ég kom til Íslands nýlega en þá heyrði ég lagið mitt í fyrsta skiptið í útvarpi, það var svolítið skrítið sko en ógeðslega gaman

ljósmynd 4

Bjóstu við svona góðum viðtökum?

Nei alls ekki! Ég kláraði plötuna seinasta sumar þá fer ég og pabbi í bíltúr og skiljum eftir diska hjá öllum útgefendum á Íslandi. Við fáum meil frá Halla hjá Record Records og þeir enduðu svo á að gefa plötuna út. Vídeóið við lagið Fed All My Days kom ansi skemmtilega til en systir mín kynntist einhverjum gaur á Tinder og hann er leikstjóri, systir mín leifir honum að heyra tónlistina mína og honum langaði rosalega að gera vídeó.

Ertu ánægður með plötuna?

Já, ég er alveg rosalega ánægður með hana og er bara mjög spenntur fyrir því sem er framundan. Ég er kominn með hljómsveit og við erum byrjaðir að æfa á fullu, rosalega gaman að heyra þessi lög live.

Hverjir eru í bandinu?

Það einn úr hljómsveitinni Jeff Who og strákar sem hafa verið að spila með Eyþór Inga og svo Kristján Sturluson en hann tók upp og mixaði plötuna með mér.

Hvað er svo á döfinni hjá bandinu?

Það verða útgáfutónleikar á Íslandi í Maí. Erum svo að spila á Secret Solstice og svo tökum við túr um Þýskaland í Október. Við ætlum að spila eins mikið og við getum.

ljósmynd 3

Eru vinir þínir á Spáni á sömu bylgjulengd og þú?

Nei alls ekki, það vita voðalega fáir að ég er að gera tónlist, ekki einu sinni kennararnir mínir vita það.

Nú klæðir þú þig nú ekki eins og maður ímyndar sér Spánarbúa klæða sig.

Nei, nákvæmlega. Þegar ég kem til Íslands þá líður mér eins og ég sé kominn á eitthvað fashionshow allir alveg uppstrílaðir, ég verð bara hræddur sko! Effortið og vinnan sem fer í lúkkið er rosalegt.

ljósmynd 5

Eitthvað að lokum?

Nei, mér finnst þetta bara alveg frábært!

 

Hægt er að fylgjast með Mána á Facebook síðu hanns: https://www.facebook.com/maniorrasonmusic
Twitter: https://twitter.com/maniorrason
Einnig á heimasíðu hanns: http://www.maniorrason.com/

 

 

 

 

 

 

 

Comments are closed.