MÁNAÐARLEGUR JARÐABERJASHAKE

0

shake-2

Albumm.is frumsýnir þrælgóðann og skemmtilegann snjóbrettaþátt sem nefnist „Strawberryshakes“ en þetta er fyrsti þátturinn af mörgum. Herlegheitin eru tekin upp í Stubai í Austurríki og í hemavan í Svíþjóð og munum við sjá nýjan þátt í hverjum mánuði út veturinn.

shake

Það eru snjóbrettakapparnir Aron Snorri, Ísarr Edwins, Jökull Elí og Oscar norén sem eiga heiðurinn af þættinum. Tilþrifin eru svakaleg enda engir nýgræðingar þarna á ferðinni og gaman verður að fylgjast með þessum frábæru þáttum mánaðarlega! Skellið á play og komið ykkur í gírinn!

Nú er bara að biðja veðurguðina um snjó!

Skrifaðu ummæli